© Haukur Snorrason/photos.is 

Þorrinn í Saurbænum

Fjörðurinn Gils er gamall
en gaddurinn alveg nýr.
Stjörnur á bakvið stóris
en stillimyndin er skýr.

Á Þorranum sælar sofa
í Saurbænum frúr og kýr.
Skjögtir í skeggjuðum Jónum:
Þeir skipta um hrotugír.

Útigangshestar höfuð
hneigja við gaddavír.
En selurinn kemur úr kafi
og kallar: „The end is near!“

Hallgrímur Helgason