© Haukur Snorrason/photos.is 

Sumardagur á Núpsstað

Ég þekki mann sem lærði
að spila á orgel hér
í bænhúsinu.
Heimalningarnir koma
hoppandi ofan af grasi-
vöxnu þaki gamla bæjar-
ins og taka á móti mér
í hlaðinu.
Gola þýtur í reynitrjám
uppundir klettunum.
Smiðjan hálfopin, þar
inni aldargömul horn
af villifé.
Tjöruilmur af stafn-
þili bænhússins, og
ofan frá himninum
hellist birta sem
nær langt út yfir
gröf og dauða

Gyrðir Elíasson