© Haukur Snorrason/photos.is 

Dagur í Heiðmörk

Upp af stígnum sem bugðast
milli furutrjánna tek ég ormétið
laufblað og ber að sólinni; þetta
er einsog fíngert víravirki úr
áföllnu silfri, dularfullt og
undurfallegt mynstur sem
lauformarnir hafa nagað
þessar haustnætur

Hliðstætt því hljóða undri
þegar gömul kona prjónar
rósavettlinga í ruggustól
í litlu húsi
í fámennum dal

Bara glamrið í áföllnum
silfurprjónum, bara
skrjáfið í myndskornum
laufblöðum

Gyrðir Elíasson