© Haukur Snorrason/photos.is 

Álfaríma

Dimm er nótt og daufleg jól
dapurt lítið hjarta,
svartálfur í svörtum hól
syrgir álfinn bjarta.

Burtu er hans blíðast ljós
byrgir myrkrið stóra
hrími flosuð hélurós
hylur þröngan ljóra.

Komdu í drauminn, komdu fljótt,
kossar leiðir vísi
dagur hár um dimma nótt
draumsins veröld lýsi.

Okkur fylgja álfabörn
yndisleiðir beinar
uppi í lygnri lómatjörn
lýsa óskasteinar.

Mig ég fel í faðmi þér
framar einskis sakna,
enda fljót að óska mér:
aldrei framar vakna.

Ásta Sigurðardóttir