© Haukur Snorrason/photos.is 

Sólheimasandur

Svo ríddu þá með mér á Sólheimasand,
sjávar þar aldrei þagnar kliður,
en Jökulsá spinnur úr jakatoga band
og jökullinn í hafið gægist niður.

Hann horfir á starf hinnar iðhörðu ár
og hettuna missir af skalla,
en Jökulsá sinn hana lyppar í lár
og loðið tætir hvítra reifi mjalla.

En þó er sú strönd heldur þegjandalig,
þar heyrast ei kvikar raddir neinar,
því náttúran talar þar ein við sjálfa sig,
en sveina fæstir skilja, hvað hún meinar.

Grímur Thomsen