© Haukur Snorrason/photos.is 

Hestavísur

       Jarpur skeiðar fljótur, frár,
       fimur reiða-ljónið,
       snarpur leiðar gjótur, gjár;
       glymur breiða frónið.

– – –

Dauðra jóa dölum í, þar dvínar elli,
fundust þeir á fögrum velli.

Brúnn og Rauður rennast að á rosknum fæti,
hneggjuðu vakrir vina-læti.

Við fagra læki, grösin græn og gróðrar blóma,
þeir velta sér í vallar ljóma.

– – –

       Upp hljóp ei Grátoppi
       enn þótt melar brenni,
       elding líkur frjó foldar
       fremri góðhestum lemur,
       freyðir og öskrar óður,
       er mél tálma gera;
       augnblik ef taum slakar,
       ei prófast skil hófa.

Eggert Ólafsson