© Haukur Snorrason/photos.is 

Hornstrandir

Brenniviðar er ei án
í þeim góðu löndum;
einsog mý við mykjuskán
morkefli’ eru’ á Ströndum;
vetrar hirði’ ég lítt um lán,
þó leggi’ hann að fyrir Michaels;
góður þykir grautur méls;
eldurinn, þó rjúki Rán,
rýkur eftir föngum,
ef mér skemmtir skjaldmeyin á Dröngum.

– – –

Á Ströndum eru fén svo feit,
fæstir síður éta
þeir, sem eru’ úr annarri sveit,
innlendir það geta;
mjólkin, þó að hún sé heit,
hnígur trautt við bólið þéls;
góður þykir grautur méls;
skeifan flaut um rjóma reit,
mig rankar til þess löngum,
ef mér skemmtir skjaldmeyin á Dröngum.

– – –

Hafið auðinn sýnir sinn,
sem ég virði’ ei minna:
hvað er betra’ en hákallinn
hér í landi’ að finna?
fátt ég tala um fiskinn hinn,
flyðru, þorsk og afla sels;
góður þykir grautur méls;
af honum hengjast ósköpin
uppí hjall á stöngum;
ef mér skemmtir skjaldmeyin á Dröngum.

Eggert Ólafsson