© Haukur Snorrason/photos.is 

Álag

Það er talsvert á mann lagt
þegar maður er bara sjö ára
að vera í sveit í Fljótshlíðinni
hafa Dímon fyrir augunum
og Þórólfsfell steinsnar frá
heimsækja Hlíðarenda á hverjum sunnudegi
hlusta á Njálu sagða
af sterkum körlum og stórum strákum

og vera svona lítill.

Þórður Helgason