© Haukur Snorrason/photos.is 

Kvöld á Patró

Hafþokuna leggur inn
birkið í hlíðinni verður eins og hulduskógar,
draumsóleyjar lýsa.
Hundarnir eru sofnaðir
en kettirnir vilja ekki væta loppurnar
á náttfallinu.
Þeir sitja á mottunum
með íhugunarsvip.

Bærinn er hljóður
eins og allir séu farnir á stefnumót.
Þvottur nágrannans er lóðréttur
í logninu
og nóttin býr sig undir að segja sögur.

Steinunn Eyjólfsdóttir