© Haukur Snorrason/photos.is 

Vorið

Árla morguns:

kyrrðin svo tær,
ljósbrot í snjóperlum,
grös að vakna,
þröstur á grein
og álftir í oddaflugi
með sunnanátt
undir vængjum.
Veröldin umhverfis
að bráðna saman
í nýtt upphaf.

Auðmjúkir
standa farfuglarnir
á þröskuldi tímans.

Steinunn Ásmundsdóttir