© Haukur Snorrason/photos.is 

Háfjöllin

Þú, bláfjalla geimur með heiðjöklahring,
um hásumar flý ég þér að hjarta.
Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng
um sumarkvöld við álftavatnið bjarta.

Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín
með alskærum tárum kristals dagga.
Und miðsumars himni sé hvílan mín.
Hér skaltu, Ísland, barni þínu vagga.

Hér andar guðs blær, og hér verð ég svo frjáls,
í hæðir ég berst til ljóssins strauma,
æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls,
uns leiðist ég í sólu fegri drauma.

Steingrímur Thorsteinsson