© Haukur Snorrason/photos.is 

Ymur í stráum

Auðn og myrkur – ekkert lóukvak.
Úfinn hrafninn sezt á kirkju þak.
       Ymur í stráum
       ymur í fölum stráum.

Köld er nóttin – komið fram á haust.
Kólgusjórinn flæðir inn í naust.
       Ymur í stráum
       ymur í fölum stráum.

Bleikur hestur bíður þögull – kyrr
í birting stendur hann við þínar dyr.
       Ymur í stráum
       ymur í fölum stráum.

Steingerður Guðmundsdóttir