© Haukur Snorrason/photos.is 

Hrossagaukur

Hrossagaukur flýgur
undan fótum þér í blánni

þú hrekkur við
hlustar

er það hjartað í brjósti þér
eða hnegg hans við ský.

Snorri Hjartarson