© Haukur Snorrason/photos.is 

Strjál eru laufin

Strjál eru laufin
í loftsölum trjánna,
blika, hrapa
í haustkaldri ró.

Virðist þó skammt
síðan við mér skein
græn angan
af opnu brumi.

Snorri Hjartarson