© Haukur Snorrason/photos.is 

Ský

Skýin yfir jörðinni
leikvangur drauma
myndir þeirra skuggar og skin
og borgirnar allar

Margt vitjar mín enn
sem ég flýg yfir skýin
fer opnum augum
um björt víðerni
sléttur og gnæfa tinda
stök blá vötn

Mega reika um þetta undarlega
ósnerta land
leggjast á tjarnarbakka
horfa niður í djúpin
eða í mjúka laut
undir hvítum greinum

Aríel
annar og samur.

Snorri Hjartarson