© Haukur Snorrason/photos.is 

Þoka

Úr greniskóginum í hlíðinni
rís grátt andlit þokunnar
og horfir á mig

horfir á mig sljótt
hvítum brostnum augum
sem sjá ekki neitt
og sjá allt

Því allt verður að engu
fyrir ásýnd þokunnar

Tveir skuggar
leiðumst við um horfinn heim
ó hvert?

Snorri Hjartarson