© Haukur Snorrason/photos.is 

Haustið

Haustið, hvílíkur léttir!

Árstíðin sem ekur í veg fyrir skóginn
sú sem leggur þér skæri í hönd
og pappír.

Sú sem ég þekki best
skólataskan sem ilmar
af bókum um allt sem er liðið
af leðri og gljáandi epli
og kveðju að heiman.

Bragi Ólafsson