© Haukur Snorrason/photos.is 

Sumarnótt

Mjólkurhvít nótt
kerlingarvella í lægðum

Jarmur úr fjallshlíð
hrafnar voka yfir bænum

Hundgá í fjarska
spói vellir í mónum

Áin við túnfótinn
kliðmjúk líður að ósnum

Grængresið döggvott
falla mun fyrir ljánum

Hel fer með hlíðum
heitir mér stundargriðum

Sigurður A. Magnússon