© Haukur Snorrason/photos.is 

Í leit

Rennur lækur
undir laufþekju,
úðar og vökvar
einiberjalyng,

vætir grasrætur,
grefur mjóan farveg
fram með lyngholti
í leit að öðrum læk.

Barn gengur berfætt
í blautu grasi
bergir lindarvatn
úr lófum smáum.

Og barn hlustar
á hrynjandi óðsins
leikinn á einstrengja
langspilið kalda.

Sigríður Einars frá Munaðarnesi