© Haukur Snorrason/photos.is 

Tókýó í garðinum

Ég stend úti í rigningunni
á inniskónum með eldhússvuntuna
og styð við stiga nágranna míns
sem læsti sig úti

hann stingur höfðinu
inn um opnanlega fagið
nú standa bara lappirnar út ...

undir grænum smárablöðum
sé ég glitta í járnsmið
líklega að flýta sér heim
af hljómsveitaræfingu

Óskar Árni Óskarsson