© Haukur Snorrason/photos.is 

Við Snæfell

Gnæfir
bergnuminn
við auðn og lágan
gróður

risinn

hvítur fyrir hærum

og horfir
yfir gæsabyggðina

óttast ekkert
allra sízt

fuglahræður.

Matthías Johannessen