© Haukur Snorrason/photos.is 

Um dauða mús í kirkju

Ei er forvitnin öllum hent,
einatt hún skaðar drótt,
fallega músar fær það kennt
feigðar-áræðið ljótt: –
skyldi hún hafa ævi ent
eða drepist svo fljótt
hefði ei skollinn hana sent
í helgidóminn um nótt? –

Fegurð kirkjunnar fýstist sjá,
fór svo þar grandlaus inn;
kötturinn, sem í leyni lá
og lést vera guðrækinn,
heiftarverk framdi henni á, –
helvískur prakkarinn! –
ætti því stríða flenging fá
fyrir þann strákskap sinn.

Þá myrkur-drauga músa her
minnast ég þar á bið:
úti við hauga uni sér,
elskandi spekt og frið;
í kirkjum að spauga ekki er
ormanna hæfi við;
kattarins auga brátt að ber,
birtunnar þarf ei lið.

Jón Þorláksson