© Haukur Snorrason/photos.is 

Vorvísa

Vorið er komið, og grundirnar gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún,
syngur í runni, og senn kemur lóa,
svanur á tjarnir og þröstur í tún.
Nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer,
hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
hóar þar smali og rekur á ból,
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika að skeljum á hól.

Jón Thoroddsen