Ljóð sem byrja á: J
Dálkur: F Röð: 15
© Haukur Snorrason/photos.is 
Jökulsárlón

Skýt upp kolli
í selsauga
meyjarleg

meðal fljótandi ísjaka
sem sumir eru eins og hvítur galdur
en sumir hvít lygi

og þar iðar af fugli
svo sýnist hvítsaumur
og sýngur í sífellu úk

allt um kríng þrumur
og vatnið svo blátt
að helst væri aðal-blátt

eða skærasta ósk
um nærveru sálar.

Linda Vilhjálmsdóttir
  prenta