Ljóð sem byrja á: S

   •  Samruni
   •  Sannindi
   •  Seleyri
   •  Seltjarnarnesið
   •  Sigling inn Eyjafjörð
   •  Síðdegi að Hellnum
   •  Síðsumarþoka
   •  Síra Bessi
   •  Sjálfsmynd
   •  Sjávarkauptún á hvíldardegi
   •  Skagafjörður
   •  Skagafjörður
   •  Skógur Íslands
   •  Skriðu-Fúsi
   •  Skrúðurinn
   •  Skúlaskeið
   •  Ský
   •  Sláttuvísa
   •  Smaladrengurinn
   •  Snæfellsjökull
   •  Snæfellsjökull gengur á land
   •  Snær
   •  Sofðu, unga ástin mín
   •  Sogið
   •  Sorg
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarupprás
   •  Sólbráð
   •  Sólheimasandur
   •  Sólskríkjan
   •  Sólskríkjan
   •  Sólstafir
   •  Spáðu í mig
   •  Sporglaðir hestar
   •  Sprengisandur
   •  Sprettur
   •  Spör
   •  Staka um Fljótshlíð
   •  Stóð ég við Öxará –
   •  Strjál eru laufin
   •  Suðursveit
   •  Sumar
   •  Sumardagur á Núpsstað
   •  Sumarkvöld
   •  Sumarmorgunn
   •  Sumarmorgunn í Ásbyrgi
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt í Skagafirði
   •  Sungið við Sogið
   •  Surtsey
   •  Surtshellir í Hallmundarhrauni
   •  Svanasöngur á heiði
   •  Svanir
   •  Svanurinn
   •  Svanurinn minn syngur
   •  Svart og hvítt
   •  Svartþröstur
   •  Sveitin mín
   •  Sæla
Dálkur: E Röð: 21
© Haukur Snorrason/photos.is 
Síðdegi að Hellnum

Svo blánar birtan
og nýja öldin er strönd
þar sem glóandi steinar og mosar
og appelsínubörkur ilma.

Í návígi við hafið
smíðum við lífbát
úr dularfullum orðum
þó ég hafi löngum haft
meiri trú á flotmagni þagnarinnar.

Brátt fæðist ný öld
sem hvílir eins og öldungur
í móðurlífi þess liðna
og til hvers að spyrja stjörnurnar
sem náttlangt dansa
um vetrarbrautir?

Við smíðum lífbát
úr ljósi bananahýði
gleði snertingu orðum og ást
brátt verður honum hrint á flot
og gefið nafn.

Í Fjörukaffihúsinu
situr Godot og bíður
fólk talar í hálfum hljóðum
hátíðlegt eins og hér eigi
að lesa upp úr ljóðabók hafsins
eins og himinninn ætli að koma
út úr skápnum á elleftu stund.

Það virðast allir
vera að bíða eftir einhverju
og ég sé að hnullungunum
í Baðstofunni vaxa vængir.

Birgir Svan Símonarson
  prenta