Ljóð sem byrja á: Á
Dálkur: É Röð: 30
© Haukur Snorrason/photos.is 
Á Fjöllum

Á Fjöllum
er sandurinn svartastur

hátt, sterkgult grasið
bendir í áttina heim
enginn fallegri staður til
ég fæ fiðrildi í magann

Sigur Rós sér um undirspilið
eins og það hafi verið
samið fyrir þetta ferðalag

blá fjöll

svartan sand

bylgjandi hraun

Ingunn Snædal
  prenta