Ljóð sem byrja á: V
Dálkur: H Röð: 24
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vetrarmávur

Hafið geymir ljóð mín,
eins og öll önnur
leyndarmál sín,
í harðlæstri þögn.

Í kviku auga þess
vaki ég, lítill drengur,
og bíð eftir einni
og einni
undarlegri brothættri
skel.

Enn sé ég
hina breiðu vængi
vetrarmávsins
yfir hrynjandi báru.

Særokið strýkur
framan úr mér,
sól og vindar
þerra andlit mitt
mjúkum móðurhöndum,
en hafið,
hafið geymir betur
og betur
öll leyndarmál sín.

Jón úr Vör
  prenta