Ljóð sem byrja á: S

   •  Samruni
   •  Sannindi
   •  Seleyri
   •  Seltjarnarnesið
   •  Sigling inn Eyjafjörð
   •  Síðdegi að Hellnum
   •  Síðsumarþoka
   •  Síra Bessi
   •  Sjálfsmynd
   •  Sjávarkauptún á hvíldardegi
   •  Skagafjörður
   •  Skagafjörður
   •  Skógur Íslands
   •  Skriðu-Fúsi
   •  Skrúðurinn
   •  Skúlaskeið
   •  Ský
   •  Sláttuvísa
   •  Smaladrengurinn
   •  Snæfellsjökull
   •  Snæfellsjökull gengur á land
   •  Snær
   •  Sofðu, unga ástin mín
   •  Sogið
   •  Sorg
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarlag
   •  Sólarupprás
   •  Sólbráð
   •  Sólheimasandur
   •  Sólskríkjan
   •  Sólskríkjan
   •  Sólstafir
   •  Spáðu í mig
   •  Sporglaðir hestar
   •  Sprengisandur
   •  Sprettur
   •  Spör
   •  Staka um Fljótshlíð
   •  Stóð ég við Öxará –
   •  Strjál eru laufin
   •  Suðursveit
   •  Sumar
   •  Sumardagur á Núpsstað
   •  Sumarkvöld
   •  Sumarmorgunn
   •  Sumarmorgunn í Ásbyrgi
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt
   •  Sumarnótt í Skagafirði
   •  Sungið við Sogið
   •  Surtsey
   •  Surtshellir í Hallmundarhrauni
   •  Svanasöngur á heiði
   •  Svanir
   •  Svanurinn
   •  Svanurinn minn syngur
   •  Svart og hvítt
   •  Svartþröstur
   •  Sveitin mín
   •  Sæla
Dálkur: F Röð: 3
© Haukur Snorrason/photos.is 
Skriðu-Fúsi
     Hann var óreiðumaður hinn mesti og illa þokkað-
     ur. Var hann dæmdur til þess fyrir afbrot nokkurt
     að skríða ávallt á fjórum fótum, að minnsta kosti í
     annarra manna viðurvist. ... Einu sinni var hann
     á ferð yfir Kerlingarskarð vestra um vetur. Skelldi
     þá á hann byl á fjallinu, og varð hann úti þar á
     skarðinu.

                                              Gráskinna


Ég sem aldrei
uppréttur mátti ganga,
aðeins brölta á fjórum
og sleikja ruður
með áfellisskuld
og skelfingu aldalanga –
skelli mér suður.

Í farartækinu
fyrnist glæpur minn stórum.
Ég flyt af Kerlingarskarði
í borgarhallir.
Mér fer að skiljast
hve gott er að ganga á fjórum.
Það gera nú allir.

Þorsteinn frá Hamri
  prenta