Ljóð sem byrja á: B
Dálkur: Ð Röð: 24
© Haukur Snorrason/photos.is 
Biskupsbrekka

En fátt
gleður oss betur en hraust orð yðar
menn;

fyrir þeirra tilstyrk
       hljótum vér bölva bætur
       kostum vér huginn að herða
       hræðumst vér dauðann ei.

Allt um það
ertu ekki einn um að hafa kviðið
fyrir kaldadal meistari Jón.

Þorsteinn frá Hamri
  prenta