Ljóð sem byrja á: Ó
Dálkur: Ð Röð: 4
© Haukur Snorrason/photos.is 
Óttan felldi sín blátár

Óttan felldi sín blátár
á grös og skóg

og jörðin varð svöl og djúp
undir fótum mínum
og mér þótti snöggvast
fölva á brjóst mitt slá
og feyskin bein mín verða
og beygur greip mig.

Þá heyrist mér hvíslað lágt
eins og lokist blóm:
þú ert vor fyrir þúsund árum.

Stefán Hörður Grímsson
  prenta