Ljóð sem byrja á: Ú
Dálkur: K Röð: 32
© Haukur Snorrason/photos.is 
Úr Númarímum

Dagsins runnu djásnin góð
dýr um hallir vinda.
Morgunsunnu blessað blóð
blæddi um fjallatinda.

Ljósið fæðist, dimman dvín,
dafnar næðið fróma,
loftið glæðist, láin skín,
landið klæðist blóma.

Dýrin víða vakna fá,
varpa hýði nætur,
grænar hlíðar glóir á,
grösin skríða á fætur.

Hreiðrum ganga fuglar frá,
flökta um dranga bjarga,
sólarvanga syngja hjá
sálma langa og marga.

Sigurður Breiðfjörð
  prenta