Ljóð sem byrja á: V
Dálkur: E Röð: 12
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vetur

Berfætt
í hrjóstrugri vegleysu
Klæðalaus
í kuldanum.

Með blóðuga fætur
og frosin brjóst
Bláar hendur
og bleikt andlit.

Bið ég snjótittling
um vængi
og tvær fjaðrir
á brjóstin.

Halla Jónsdóttir
  prenta