Ljóð sem byrja á: T
Dálkur: Ð Röð: 30
© Haukur Snorrason/photos.is 
Í Trékyllisvík

Í Trékyllisvík eru túnin
og taðan iðjagræn,
og særinn í sífellu þylur
sömu morgunbæn.

Og uppyfir blessuðum bænum
er blikandi heiðartraf.
Þar tölti’ eg um tunglskinsnóttu
með tösku og birkistaf.

En handan við heiðarásinn,
á hæðum við mýrarfen,
býr hún Bína mín Soebeck,
borin Thorarensen.

Þórbergur Þórðarson
  prenta