Ljóð sem byrja á: Ú
Dálkur: Í Röð: 23
© Haukur Snorrason/photos.is 
Úr gervitungli

Nei, til hægri, horfðá! Skerið!
Heyrðu, kortið er þá rétt!
Þetta getur varla verið,
vokar þarna limanett,

firðir víkur flóar strendur
framúrskarandi eðlilegar,
nákvæmlega einsog endur
endur fyrir löngu þegar

Ingólfur og allir hinir
óðu í land og papinn hvarf.

Hvað er þá orðið okkar starf?

Þórarinn Eldjárn
  prenta