Ljóð sem byrja á: H

   •  Hafið og fjallið
   •  Hagamús
   •  Hallgrímur lýkur Passíusálmum
   •  Hallormsstaðaskógur
   •  Haukurinn
   •  Haust
   •  Haust
   •  Haust hjá læk
   •  Haust í Þjórsárdal
   •  Haustfífillinn
   •  Haustið
   •  Haustið
   •  Haustið er komið
   •  Haustljóð á vori
   •  Haustmyndir
   •  Haustmyndir
   •  Haustvísa
   •  Háfjöllin
   •  Heimfylgd
   •  Heimþrá
   •  Hekla
   •  Hekla
   •  Hekla
   •  Hekla I
   •  Hekla II
   •  Herdísarvík III
   •  Herðubreið
   •  Hestavísur
   •  Hestavísur
   •  Hestklettur
   •  Hestur og vatn
   •  Heygður var ég í haugi
   •  Heylóarvísa
   •  Hjartað langar og flýgur
   •  Hjá Víðimýrarseli
   •  Hlógu þau á heiði
   •  Hofsós
   •  Hornbjarg
   •  Hornbjarg
   •  Hornstrandir
   •  Hornstrandir
   •  Hófsóley
   •  Hótel Varmahlíð
   •  Hrafnseyri
   •  Hret
   •  Hringurinn
   •  Hrjóstur
   •  Hrossagaukur
   •  Hugsað til Herdísarvíkur
   •  Hugsað til Hornstranda
   •  Hugur minn
   •  Hulduljóð
   •  Húm
   •  Húsavík við Skjálfanda
   •  Hvalfjörður
   •  Hvalfjörður
   •  Hví skyldi ég ei vakna við
Dálkur: F Röð: 6
© Haukur Snorrason/photos.is 
Hornbjarg

Turnafögur Hornbjarg heitir
       höll við marar ál.
Þar á vori’ um kvöld ég kom,
       sá kynt í hamri bál.
Hallardyr að hafi snúa.
„Hér mun ríkur kóngur búa.“
Gulls- og silki-glit frá tjöldum
geisla sást í öldum.

Sólin rauð frá hafsbrún horfði,
       hljóður hvíldi sær.
Flagg að hún á fleyi steig,
       er færðist bjargi nær.
Hér var ei að koma’ að koti.
Kóngi heilsað var með skoti.
Brátt til svara bumbur allar
buldu’ í hvelfing hallar.

Varpfugl svaf, en við þær kveðjur
       vaknar; hver ein tó
úr sér vængjum óteljandi
       yfir djúpið spjó.
Hristist loft, en hljóða-gargið
hermdi’ og tuggði eftir bjargið;
og með rámra radda súgnum
rigndi drít frá múgnum.

En sá sveimur! En þau læti!
       En það sarg og garg!
Auðséð var, sá urmull þóttist
       eiga þetta bjarg.
Hver um annan sveiflast; sjónir
svimar við þær millíónir.
Yfir ræður enginn; fjöldinn
allur fer með völdin.

Luktist bjargið, ljósin dóu,
       litskreytt hurfu tjöld.
Sáust skitin skegluhreiður:
       Skríllinn hafði völd
hér sem víðar. Buðlung bjargsins
bundið hefur múgagargsins
öld, svo fyrri fegurð geymist
fólgin, eða gleymist.

Það var eins og hami hefði
       hugur kastað minn.
Skamma stund í huldu-heima
       hafði’ ég litið inn.
Fyrrum hafði fólkið kynni
föst við heiminn þarna inni.
Nú er fögrum huldu-höllum
harðlæst fyrir öllum.

Aðeins þegar sumarsólin
       svona fögur kveld
inn til vætta hafs og hamra
       himins sendir eld,
opnast hallir huldu-þjóða,
heimar, þar sem vögguljóða
draumnum ljúfa, dularspaka
dánir yfir vaka.

Þorsteinn Gíslason
  prenta