Ljóð sem byrja á: L
Dálkur: C Röð: 43
© Haukur Snorrason/photos.is 
Lauf

Mér var gefið sumar.
Sól er í æðum mínum,
sól og dögg.

Ég var fögnuður trés,
en fékk svo að kynnast
kaldri haustnótt.
Næðingurinn losaði mig
af greininni.
Og regnið gróf mig
í gljúpan svörð.

Ég hverf
í moldina.

Í hjarta mínu
er himinn

og jörð.

Þorgeir Sveinbjarnarson
  prenta