Ljóð sem byrja á: V
Dálkur: K Röð: 8
© Haukur Snorrason/photos.is 
Vetrardagur

Í grænan febrúarhimin
stara brostin augu vatnanna
frá kaldri ásjónu landsins.

Af ferðum vindanna eirðarlausu
um víðáttu hvolfsins
hafa engar spurnir borizt.

Litlausri hrímþoku blandið
hefur lognið stirðnað
við brjóst hvítra eyðimarka.

Undir hola þagnarskelina
leita stakir bassatónar
þegar íshjartað slær.

Á mjóum fótleggjum sínum
koma mennirnir eftir hjarninu
með fjöll á herðum sér.

Stefán Hörður Grímsson
  prenta