Ljóð sem byrja á: L
Dálkur: A Röð: 40
© Haukur Snorrason/photos.is 
Laufhvelið

Kvöldið hnýtir sér skúraslæðu

Nóttin leysir hana
hnýtir sér
skýjaslæðu

Tunglið leysir hana
Veður nakið á hvolfi

Hrímlaufgast nú hvelið
Stjörnuljósker í laufþakinu

Sigurður Pálsson
  prenta