Ljóð sem byrja á: F
Dálkur: B Röð: 7
© Haukur Snorrason/photos.is 
Farfugl

Eirðarleysi flæðir um fuglinn
eins og áin um snævi þakið landið
neðan til í holtinu
þar sem hann skreið léttilega úr egginu
í sumar sem leið; í holtinu
þar sem fjármaður rekur gular og gráar ær
heim á leið í útkulnaðri aprílskímunni
(eftir troðningum sem bera ullarkeim að vitum
í kvöldkulinu)

Eirðarleysi flæðir um fuglinn;
hann rekur minni til einhvers
sem er löngu liðið eða ókomið

Fylgist með vaknandi brumhnöppum
úr órafjarlægð
sem í draumi

og flýgur ...

Sigurður Pálsson
  prenta