Ljóð sem byrja á: M
Dálkur: J Röð: 13
© Haukur Snorrason/photos.is 
Mold

Þegar moldin fellir dóm sinn
Þung kólfslög á kistuloki
Dynja slög manna
Þung ásakandi
Á jörðu með brúnni þögulli mold
Þung fótatök á brúnni jörð
Undir brúnum alráðum himni
Með sól
Sem drukknar að kvöldi
Í gráhærðum augnlindum

Sigurður Pálsson
  prenta