Ljóð sem byrja á: Á
Dálkur: H Röð: 9
© Haukur Snorrason/photos.is 
Á bökkum Svartár

Ó sveit minnar bernsku
sumarstöðvarnar grænu
sveit heimþrár og kvíða

nú ber mig aftur til þín
og þú býrð mér stað
skýldan nöfnum og heitum
sem hjarta mitt ann
og hljóðlátum niði kunnuglegra vatna.

Heimkoma! sjá nú opnast
hlið tímans, ég stíg
út úr deginum þröngva
undir þakhvolf úr ljósi.
Dýpra og dýpra
inn í drauma mína ég geng
inn í sólgylltar raddir
inn í söngva.

Hannes Pétursson
  prenta