Ljóð sem byrja á: F
Dálkur: G Röð: 4
© Haukur Snorrason/photos.is 
Fyrsti snjór

Veturinn sigar
vindunum á skýin.
Falla lagðar
af línhvítri ull
á veðurnæm fjöll
þegar vindarnir glefsa í skýin.

Veturinn kemur.

Er kornhlaða þín orðin full?

Hannes Pétursson
  prenta