Ljóð sem byrja á: T
Dálkur: K Röð: 29
© Haukur Snorrason/photos.is 
Tunglið kviknar

Sólin ber
blys að þurrum fjöllum
tunglsins

kveikir kyrran eld
í köldum geimnum

okkur til yndis
ef við skyldum kjósa
að vera tvö –
vaka fram eftir.

Hannes Pétursson
  prenta