Ljóð sem byrja á: B
Dálkur: Á Röð: 27
© Haukur Snorrason/photos.is 
Bósi

Bósi! geltu, Bósi minn!
en bíttu ekki, hundur!
ella dregur einhver þinn
illan kjaft í sundur.

Hafðu’ ekki’ á þér heldra snið
höfðingja sem brosa,
en eru svona aftan við
æru manns að tosa.

Jónas Hallgrímsson
  prenta