Ljóð sem byrja á: Í
Dálkur: I Röð: 29
© Haukur Snorrason/photos.is 
Ísfrétt

Klakaböndin strekkjast
yfir hafflötinn

sólin ýfir upp nýjan dag
svo matar í
dauðahvít fjöll
í vetrarþreyttu landi

austan að jökli
ber ástina að

hún klofar snjóinn í mitti
og skilur hann eftir
slóðlausan að baki sér

fer hægt yfir
þögul og hnarreist

eins og hafís að landi

Gerður Kristný
  prenta