Ljóð sem byrja á: Ö
Dálkur: J Röð: 27
© Haukur Snorrason/photos.is 
Öræfi

Mér finnst sem hérna tindri ósk mín öll
í ævintýraskini furðulegu,
þú fjólubláa, hljóða auðnarhöll
með hvíta turna og þök á alla vegu.

Þinn djúpi friðarfaðmur opnast mér
og fátækt mína að ríku hjarta vefur.
Og jökulbungan bogadregin er
það brjóst, er minni sálu kraftinn gefur.

Æ, taktu við mér, ljósra nátta land,
og láttu vötn þín drekkja sorgum mínum
og grafðu mínar syndir í þinn sand,
– þá sef ég betur undir vanga þínum.

Jóhannes úr Kötlum
  prenta