Ljóð sem byrja á: Á
Dálkur: J Röð: 24
© Haukur Snorrason/photos.is 
Á hvarmi lífsins

Er ég geng niður í fjöruna
að leita að kyrrð

er kyrrðin þar á ferð
að leita að manni

Og horfumst í augu
tvö augnablik
við blikandi himin
og blikandi haf

„Sjáumst!“

Og hún festir mig í minni

og ég
festi hana hér

Ísak Harðarson
  prenta