Ljóð sem byrja á: J
Dálkur: Ð Röð: 42
© Haukur Snorrason/photos.is 
Júnídagur

Skærgrænt
safaríkt
söngfuglasumar

Stekkur hljóðlaust
úr opnum glugga
stendur grafkyrr
í grasinu
hlustar

læðist af stað
skimar lymskufull
hverfur
í þéttan gróður

Ingibjörg Haraldsdóttir
  prenta