Ljóð sem byrja á: B
Dálkur: Í Röð: 46
© Haukur Snorrason/photos.is 
Bolungarvík

Spor þín
löngu máð
á mölunum
þar sem þú stóðst
í systkinahópnum
og rýndir í kófið
litlir lófar
í lófum þínum
og þrýst fast
horft út á hafið
fátt sagt, beðið
báts sem aldrei kom
manns sem borinn var heim
á sjóbúðarloftið
lífvana

Ingibjörg Haraldsdóttir
  prenta