Ljóð sem byrja á: M
Dálkur: L Röð: 32
© Haukur Snorrason/photos.is 
Mývatn

Mý er af mönnum við vatnið
ef menn eru hestar á túr.
En vetningar eru því vanir
og vinna úr því kísilgúr.

Og mý er á manni við vatnið
ef manni er á auganu dúr.
Framsóknarblá eru berin
en bítur þau vargurinn súr.

Þó finnst manni mýið við vatnið
minna en augað á nál
með útlendum inni á barnum
úlföldum vel við skál.

Hallgrímur Helgason
  prenta